Almennt
18.12.2010
Hangikjöt er einkennismerki íslenskra jóla. Kjötið er þó misjafnt eftir því hver reykir það og hve lengi. Þá eru til tvær mjög mismunandi gerðir af reyktu kjöti, reykt og tvíreykt [húskarla]. Eðvald Sveinn Valgarðsson, gæðastjóri hjá Kjarnafæði á Akureyri, þekki muninn á þessu tvennu. 'Munurinn er í raun mjög einfaldur. Þegar kjöt er tvíreykt er tíminn í reykofninum um það bil tvöfaldaður miðað við venjulega reykingu,' útskýrir Eðvald, sem segir þó misjafnt eftir reykofnum hve langan tíma reykingin taki. Meðan kjötið sé fullreykt eftir sólarhring í einum ofni taki það annan ofn tvo sólarhringa að reykja kjöt til fullnustu.
Lesa meira
Almennt
03.12.2010
Íslenskir matvælaframleiðendur taka höndum saman í tilefni af Ári nýsköpunar og kynna fyrir landsmönnum íslenska matvælaframleiðslu helgina 4.-5. desember. Kynning verður á jólamat og drykk í Vetrargarðinum Smáralind þar sem kjötiðnaðarmeistarar úrbeina hangikjöt sem verður gefið mæðrastyrksnefnd til úthlutunar fyrir jólin. Kjarnafæði verður að sjálfsögðu á staðnum og gefur gestum og gangandi hangikjötssmakk.
Lesa meira
Almennt
30.11.2010
Margrét Blöndal og Felix Bergsson vakna með hlustendum Rásar 2 á laugardagsmorgnum í þættinum Bergsson og Blöndal. Nú taka þau höndum saman með Kjarnafæði og leita að hinum eina sanna kjarna jólanna. Þú getur tekið þátt með því að senda hugleiðingu eða góða sögu um kjarna jólanna á bergsonogblöndal@ruv.is og átt möguleika á að vinna glæsilega matarkörfu frá Kjarnafæði. Fylgist með Bergson og Blöndal alla laugardaga fram að jólum og takið þátt í þessum skemmtilega jólaleik.
Lesa meira
Almennt
25.11.2010
Íslenska kokkalandsliðið náði gulli í keppnisliðnum heitum mat á HM í matreiðslu og varð fjórða efsta þjóðin í þeim lið. Frábær árangur og eftir því tekið að litla Ísland hafi burði til að standa í stóru þjóðunum í keppni sem þessari. Meðal hráefnis sem notað var í heita matnum var lambahryggvöðvi (file) frá Kjarnafæði.
Lesa meira
Almennt
08.11.2010
Nú dregur að jólum og við hjá Kjarnafæði viljum minna á okkar frábæru jólapakka fyrir starfsmenn. Við bjóðum upp á fjölbreyttar matarkörfur með áherslu á íslenska framleiðslu. Hafið samband við sölumenn okkar (460-7400) og þeir taka vel á móti ykkur. Við erum mjög sveigjanleg ef þið viljið einhverjar séróskir um innihald.
Lesa meira
Almennt
05.10.2010
Í tilefni 25 ára afmælis Kjarnafæði hafa áleggsbréfin frá Kjarnafæði fengið nýtt útlit. Allir þekkja gæðaáleggið frá Kjarnafæði og viðskiptavinir geta verið alveg rólegir, áleggið sjálft breytist ekkert þó að umbúðirnar fái upplyftingu.
Lesa meira
Almennt
29.09.2010
Lifrarpylsan frá Kjarnafæði er gerð með gamla laginu. Uppskriftin kemur frá Rannveigu Eiðdóttur, móður þeirra Kjarnafæðisbræðra, uppskrift sem hún lærði af móður sinni upp úr aldamótum. Uppskrift hennar er notuð alveg óbreytt við framleiðsluna hjá Kjarnafæði enda ber bragðið og áferðin merki þess að þarna er ekta slátur á ferð, gamaldags og gott.
Lesa meira
Almennt
28.09.2010
Á Matardögum 2010 í Vetrargarðinum í Smáralind um sl. helgi fór fram val á Matreiðslumanni ársins 2010. Það var Gústav Axel Gunnlaugsson frá Fiskfélaginu sem hlaut nafnbótina að þessu sinni en opin forkeppni var haldin fimmtudaginn 23. september í Smáralind. Fimm matreiðslumeistarar komust síðan áfram og kepptu til úrslita í gær. Í öðru sæti varð Ólafur Ágústsson frá VOX og í því þriðja Sigurður Kristinn Haraldsson einnig frá VOX. Í aðalréttinn var m.a. notuð grísasíða frá Kjarnafæði.
Lesa meira
Almennt
27.09.2010
Fjölmargir lögðu leið sína á gómsætu matarhátíðina í Vetrargarðinum í Smáralindinni um helgina en það er Klúbbur Matreiðslumeistara sem átti veg og vanda af skipulagningu Matardaga 2010. Keppniseldhúsin voru full af lífi alla helgina og gátu gestir Smáralindar fylgst með því sem þar fór fram; allt frá Matreiðslumanni ársins yfir í ýmsar keppnir með léttara ívafi.
Lesa meira
Almennt
17.09.2010
Fyrsta árlega matarhátíð Klúbbs Matreiðslumeistara, Matardagar 2010, verður haldin í Smáralindinni dagana 23. – 26. september í Vetrargarðinum. Á Matardögum verður að finna fjöldann allann af matartengdum viðburðum og skemmtiatriðum auk fjölmargar fagkeppnir, t.a.m. Matreiðslumaður ársins, Framreiðslumaður ársins, nemakeppni í matreiðslu og framreiðslu, Súpukeppni, Klakaskurður, Eftirréttur ársins svo eitthvað sé nefnt. Kjarnafæði verður með sýningarbás á hátíðinni.
Lesa meira