Fréttir

Starfsfólk Kjarnafæðis óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla og þakkar fyrir liðið ár.

Lesa meira

DV. Kjarnafæði með besta hangikjötið.

Jólahangikjötið frá Iceland sem Kjarnafæði framleiðir fékk hæstu einkunn eða 8,7 í árlegri bragðkeppni DV.
Lesa meira

Í Bítið á Bylgjunni- Kjarnafæðishangikjöt fyrir Mæðrastyrksnefnd

Lesa meira

Kjarnafæði fær C og B vottun á gæðakerfið frá Samtökum iðnaðarins

Kjarnafæði hefur nú fengið C og B vottun frá SI eftir að Ferdinand Hansen kom og tók út gæðakerfið. Áður hafði Kjarnafæði fengið D vottun fyrr í haust og stefnt er að því að klára A vottun fyrir áramót. Hér að neðan má sjá frétt frá SI um málið, og einnig má skoða fréttina á si.is
Lesa meira

Allt klárt fyrir Þorrann

Hjá Kjarnafæði er allt klárt fyrir Þorrann enda eru mörg veitingahús, mötuneyti, stóreldhús, sem og ýmis félagssamtök að undirbúa sig fyrir þorraveislurnar. Margir eru því að velta því fyrir sér hvað skuli hafa á þorraborðinu. Þorramatur er jú samsafn af sígildum íslenskum mat, sem oftast eru kjöt- eða fiskafurðir, verkaðar með hefðbundnum aðferðum. Á síðari árum hefur fjölbreytnin verið að aukast á þorrahlaðborðunum enda hefur matarsmekkur landans verið að þróast og nýmeti aukist á kostnað súrmats. Við höfum tekið saman lista yfir einfaldan innkaupalista með því algengasta á þorrahlaðborðin:
Lesa meira

Aðsóknarmet slegið á sýningunni MATUR-INN 2011 á Akureyri um helgina

Nú um helgina var sýningin MATUR-INN 2011 haldin á Akureyri og að sjálfsögðu var Kjarnafæði með bás. Aðsóknin var mikil og almenn ánægja meðal sýningargesta. Starfsmenn Kjarnafæðis kynntu meðal annars hinar vinsælu pepperoni og skinku línur fyrirtækisins og buðu uppá snittur með ferskum tómat, klettasalati og pepperoni maukuðu saman í matvinnsluvél, nokkurs konar Pesto. Þetta vakti mikla lukku og fjölmargir báðu um uppskrift af þessu góðgæti. Börnin fengu bolta, litabækur, hljóðdiska og fleira. Það má því segja að allir hafi farið saddir og glaðir frá Kjarnafæðisbásnum. Eiður Gunnlaugsson forstjóri Kjarnafæðis segir að straumur fólks hafi legið að básnum og nú sé undirbúningur að næstu sýningu strax hafinn. "Við stefnum alltaf að því að gera betur hvert skipti og því verður að nýta tímann vel."
Lesa meira

Undirbúningur í fullum gangi fyrir MATUR-INN 2011

Sýningin MATUR-INN 2011 verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri dagana 1. og 2. október næstkomandi. Sýningin er stærsti viðburður í starfsemi félagins Matur úr Eyjafirði - Local food en síðasta sýning var haldin haustið 2009 og sóttu hana 12-14 þúsund gestir. Fáir viðburðir eru fjölsóttari á Norðurlandi og laðar sýningin að sér gesti víða af landinu. MATUR-INN 2011 er því kjörinn kynningarvettvangur fyrirtækja og endurspeglar sýningin norðlenska matarmenningu, hvort heldur er framleiðsla, veitingastarfsemi, matartengd ferðaþjónusta eða verslun.
Lesa meira

Nýr upplýsingavefur um kjöt

Nýr upplýsingavefur um kjöt hefur verið opnaður á slóðinni http://www.kjotbokin.is/.  Vefritið kemur í stað Íslensku kjötbókarinnar sem kom út á prenti árið 1994 en hefur verið ófáanleg um nokkurn tíma.
Lesa meira

Allt á fullu í grillmatnum

Sumarblíðan leikur nú við landsmenn og salan á grillkjöti er eftir því. Þótt landsmenn hafi ekki látið miður gott veður fyrri hluta sumars stöðva sig í því að grilla, þá hefur blíðan undanfarna daga gert Íslendinga grillóða. Grillkjöt og pylsur mokast út sem aldrei fyrr og svo virðist sem landsmenn hafi hreinlega lagt aðrar eldunaraðferðir á hilluna í bili.
Lesa meira

Ný skýrsla um skólamáltíðir

Út er komin skýrsla um skólamáltíðir á Norðurlöndum á vegum Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar, NICe. Skýrslan er afrakstur verkefnis sem unnið var í samstarfi allra Norðurlandanna og var stýrt af Samtökum iðnaðarins.
Lesa meira