Fréttir

Grillsumarið 2010

Grillkjötið er farið að streyma í verslanir enda margir búnir að draga fram grillið fyrir sumarið. Allir þekkja hið frábæra grillkjöt og grillpylsur frá Kjarnafæði og svo eru grillsósurnar rómaðar. Að vanda býður Kjarnafæði upp á mikið úrval af grillvörum. Allar vinsælustu tegundirnar verða í boði áfram og svo munu bætast við skemmtilegar nýjungar þegar líður fram á grillsumarið.
Lesa meira

Kjarnafæði 25 ára

Nú fagnar Kjarnafæði 25 ára afmæli sínu. Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir stofnuðu Kjarnafæði 19. mars 1985. Kjarnafæði er fjölskyldufyrirtæki eins og þau gerast hvað best þar sem eigendur og fjölskyldur þeirra leggja hjarta sitt og sál í fyrirtækið. 
Lesa meira

Öskudagurinn 2010

Fleiri hundruð krakka heimsóttu starfsstöðvar Kjarnafæðis á Akureyri og Svalbarðseyri í dag og hafa líklega aldrei verið fleiri. Öskudagsbúningarnir voru alveg frábærir í ár og ekki voru söngvarnir síður skemmtilegir. Við þökkum öllum sem lögðu leið sína til okkar. Sjá myndir, smelltu hér.
Lesa meira

Kjarnafæði fær styrk til kennslu á vinnustað

Á Menntadegi iðnaðarins sem haldið var á Grand Hóteli Reykjavík 10. feb. var fjallað um menntun og vöxt. Menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir ávarpaði þingið og afhenti fimm fyrirtækjum styrki SI til kennslu á vinnstað. Fyrirtækin sem hlutu styrk að þessu sinni eru Kjarnafæði, Gullkistan, Sveinbjörn Sigurðsson, Vélaverkstæði Hjalta og Vélsmiðja Hornafjarðar.
Lesa meira

Saltkjöt fyrir sprengidaginn

Saltkjötsframleiðsla Kjarnafæðis er á fullu þessa dagana enda dagarnir fyrir sprengidaginn langstærsti sölutími ársins á  saltkjöti. Á sprengidaginn taka Íslendingar hefðirnar alvarlega og borða hefðbundna baunasúpu með saltkjöti. Þessi þjóðlegi og dásamlega góði réttur á rætur sínar að rekja til þess tíma þegar almenningur tók föstuna alvarlega og sniðgekk kjöt á föstunni. Fastan er 40 dagar, hefst á öskudag og stendur yfir til páska. Því nýttu menn sér tækifærið síðasta dag fyrir föstu og belgdu sig út af matarmiklu kjöti. Þessi siður hefur síðan verið fastur liður á sprengidag þótt æ færri fasti í kjölfarið.
Lesa meira

Nýr rammasamningur um fersk og frosin matvæli

Kjarnafæði og Norðanfiskur eru aðilar að nýjum rammasamningi Ríkiskaupa um kaup á ferskum og frosnum matvælum. Um er að ræða viðamikinn samning sem tekur til allra innkaupa á fersku og frosnu kjöti og fisk, sem og unnum kjöt- og fiskvörum. Samningurinn tók gildi 30.11.2009.
Lesa meira

Jólin koma

Það fer ekki á milli mála þegar komið er inn í vinnslusali Kjarnafæðis þessa dagana að mikið stendur til. Jólatörnin er í fullum gangi og þrátt fyrir mikið álag er þessi árstími skemmtilegur fyrir starfsmenn Kjarnafæðis.
Lesa meira

Sænska jólapylsan komin í verslanir

Sænska jólapylsan frá Kjarnafæði er komin í verslanir. Sænska jólapylsan sló svo um munaði í gegn í fyrra og var salan langt umfram áætlanir. Eftirvæntingin eftir Sænsku jólapylsunni var mikil í ár og voru margir viðskiptavinir farnir að hringja inn í Kjarnafæði og spyrjast fyrir um hvort hún kæmi ekki örugglega aftur í ár.
Lesa meira

Stóreldhúsið 2009

Sýningin Stóreldhúsið 2009 var haldin á hinu glæsilega Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 29. og föstudaginn 30. október síðastliðinn. Sýningin var hin glæsilegasta í alla staði og mikill fjöldi fagfólks úr matvælaiðnaði, mötuneytum og stóreldhúsum sóttu sýninguna.
Lesa meira

Jóhannes með fulla kistu af mat

Jóhannes Jónsson, íbúi í Barrlundi Akureyri, var sá heppni þegar dregið var í lukkuleik Kjarnafæðis, sem haldinn var í tengslum við sýninguna MATUR-INN 2009 í Íþróttahöllinni um síðustu helgi. Eiður Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Kjarnafæðis og Auðjón Guðmundsson markaðsstjóri, heimsóttu Jóhannes og konu hans Hildi Gunnarsdóttir í vikunni og færðu þeim vinninginn, sem var frystikista full af úrvalsmat frá fyrirtækinu.
Lesa meira