Fréttir

Kjarnafæði fær styrk til kennslu á vinnustað

Á Menntadegi iðnaðarins sem haldið var á Grand Hóteli Reykjavík 10. feb. var fjallað um menntun og vöxt. Menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir ávarpaði þingið og afhenti fimm fyrirtækjum styrki SI til kennslu á vinnstað. Fyrirtækin sem hlutu styrk að þessu sinni eru Kjarnafæði, Gullkistan, Sveinbjörn Sigurðsson, Vélaverkstæði Hjalta og Vélsmiðja Hornafjarðar.
Lesa meira

Saltkjöt fyrir sprengidaginn

Saltkjötsframleiðsla Kjarnafæðis er á fullu þessa dagana enda dagarnir fyrir sprengidaginn langstærsti sölutími ársins á  saltkjöti. Á sprengidaginn taka Íslendingar hefðirnar alvarlega og borða hefðbundna baunasúpu með saltkjöti. Þessi þjóðlegi og dásamlega góði réttur á rætur sínar að rekja til þess tíma þegar almenningur tók föstuna alvarlega og sniðgekk kjöt á föstunni. Fastan er 40 dagar, hefst á öskudag og stendur yfir til páska. Því nýttu menn sér tækifærið síðasta dag fyrir föstu og belgdu sig út af matarmiklu kjöti. Þessi siður hefur síðan verið fastur liður á sprengidag þótt æ færri fasti í kjölfarið.
Lesa meira

Nýr rammasamningur um fersk og frosin matvæli

Kjarnafæði og Norðanfiskur eru aðilar að nýjum rammasamningi Ríkiskaupa um kaup á ferskum og frosnum matvælum. Um er að ræða viðamikinn samning sem tekur til allra innkaupa á fersku og frosnu kjöti og fisk, sem og unnum kjöt- og fiskvörum. Samningurinn tók gildi 30.11.2009.
Lesa meira

Jólin koma

Það fer ekki á milli mála þegar komið er inn í vinnslusali Kjarnafæðis þessa dagana að mikið stendur til. Jólatörnin er í fullum gangi og þrátt fyrir mikið álag er þessi árstími skemmtilegur fyrir starfsmenn Kjarnafæðis.
Lesa meira

Sænska jólapylsan komin í verslanir

Sænska jólapylsan frá Kjarnafæði er komin í verslanir. Sænska jólapylsan sló svo um munaði í gegn í fyrra og var salan langt umfram áætlanir. Eftirvæntingin eftir Sænsku jólapylsunni var mikil í ár og voru margir viðskiptavinir farnir að hringja inn í Kjarnafæði og spyrjast fyrir um hvort hún kæmi ekki örugglega aftur í ár.
Lesa meira

Stóreldhúsið 2009

Sýningin Stóreldhúsið 2009 var haldin á hinu glæsilega Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 29. og föstudaginn 30. október síðastliðinn. Sýningin var hin glæsilegasta í alla staði og mikill fjöldi fagfólks úr matvælaiðnaði, mötuneytum og stóreldhúsum sóttu sýninguna.
Lesa meira

Jóhannes með fulla kistu af mat

Jóhannes Jónsson, íbúi í Barrlundi Akureyri, var sá heppni þegar dregið var í lukkuleik Kjarnafæðis, sem haldinn var í tengslum við sýninguna MATUR-INN 2009 í Íþróttahöllinni um síðustu helgi. Eiður Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Kjarnafæðis og Auðjón Guðmundsson markaðsstjóri, heimsóttu Jóhannes og konu hans Hildi Gunnarsdóttir í vikunni og færðu þeim vinninginn, sem var frystikista full af úrvalsmat frá fyrirtækinu.
Lesa meira

Dregið í Lukkuleik Kjarnafæðis

Búið er að draga út sigurvegara í Lukkuleik Kjarnafæðis. Sá heppni var Jóhannes Jónsson, Barrlundi Akureyri. Honum verður afhentur vinningurinn, frystikista full af úrvalsmat frá Kjarnafæði á morgun. Í kistunni var m.a. lambalæri, lambahryggur, hakk, kjötfars, hamborgarar og fiskur frá Norðanfisk. Við óskum Jóhannesi innilega til hamingju.
Lesa meira

Metfjöldi á sýningunni MATUR-INN 2009

Fjöldi fólks lagði leið sína í Íþróttahöllina á Akureyri um helgina á sýninguna MATUR-INN 2009. Aðgangur var ókeypis og mikilll straumur gesta báða sýningardagana. Áætlað er að 12-14 þúsund gestir hafi komið á sýninguna. Kjarnafæði var að sjálfsögðu með sýningarbás sem var vel sóttur og þökkum við kærlega öllum sem lögðu leið sína í okkar bás. Á básnum var boðið upp á ýmislegt skemmtilegt, m.a. var fenginn heill pylsuvagn að láni og settur upp í sýningarbásnum og bauð Kjarnafæði upp á pylsu með öllu og kók í gleri á hlægilegu verði. Einnig var sett upp úrbeiningaraðstaða og hangikjöt og svínakjöt úrbeinað, svo gestir gætu séð í raun handbrögðin við úrbeiningu.  
Lesa meira

Búist við þúsundum gesta í Íþróttahöllina

Sýningin MATUR-INN verður haldin á Akureyri í fjórða sinn um komandi helgi. Sýningin hefur verið haldin á tveggja ára fresti og verið fram að þessu í Verksmenntaskólanum á Akureyri en ljóst var eftir sýninguna árið 2007 að færa þyrfti viðburðinn í stærra hús, enda gestafjöldinn yfir 10 þúsund! Því verður sýningin nú á 800 fermetra svæði í Íþróttahöllinni á Akureyri.
Lesa meira