Þann 29.06.2016 var hluti af Hangiáleggi frá Kjarnafæði merkt vitlaust og biðjumst við afsökunar á því. Í stað þess að stimpla inn vörunúmerið á hangiálegginu var stimplað inn vörunúmer á sterku pepperoni og innihaldslýsingin á því við þá vöru. Sem betur fer var þetta ekki mikið magn en Kjarnafæði hefur um leið farið í aðgerðir til að koma í veg fyrir að svona lagað gerist aftur. Öll bréf merkt vitlaust eiga að vera komin úr verslunum en gætu auðvitað leynst heima við í ísskápum hjá fólki. Meðal annars heyrðum við af nokkrum bréfum í Noregi svo hangiáleggið góða fer greinilega víða.
Kjarnafæði vill fullvissa þá sem eru með þessa vöru í ísskápnum hjá sér að hún er í eins góðu lagi og næsta bréf við hliðina sem er merkt rétt. Aðeins er um texta í innihaldslýsingu að ræða sem prentaður er hjá okkur sem er rangur. Þá vill Kjarnafæði einnig taka fram að Hangiáleggið inniheldur engan þekktan óþolsvald miðað við skilgreiningar Mast.
Aftur biðjumst við afsökunar á því ef þetta kann að hafa valdið einhverjum óþægindum og viljum taka fram að auðvitað inniheldur hangikjötið ekki grísakjöt heldur alíslenskt lambakjöt.
Starfsfólk Kjarnafæðis