Fréttir

Nýtt - Einiberjakryddaður lambahryggur

Einiberjakryddaða lambalærið frá Kjarnafæði hefur algjörlega slegið í gegn. Nú kynnir Kjarnafæði með stolti Einiberjakryddaðan lambahrygg, þróaðan af Kjötmeistara Íslands, Helga Jóhannssyni. Hryggurinn er kryddaður með einiberjakryddblöndunni góðu sem gefur hryggnum ljúffengan og bragðgóðan hátíðarkeim, með gómsætu eftirbragði.
Lesa meira

Kjarnafæði í umhverfisátaki

Kjarnafæði hefur samið við Gámaþjónustu Norðurlands um flokkun og endurvinnslu á sorpi. Flokkað verður frá allt endurnýtanlegt efni og sett í þar tilgerða gáma.
Lesa meira

Kjarnafæði 22 ára

Í dag, 19. mars á Kjarnafæði 22 ára afmæli.
Lesa meira

Nýtt - Kindasúpukjöt

Kjarnafæði hefur sett á markað nýja vöru, Kindasúpukjöt 1. fl.
Lesa meira

Öskudagur 2007

Eins og venja er á öskudaginn þá klæða krakkar sig upp í skemmtilega búninga og heimsækja fyrirtæki og taka lagið. Við hjá Kjarnafæði fengum heimsóknir frá ótrúlega mörgum hópum í frábærum búningum, sem skemmtu okkur með söng. Við viljum þakka öllum sem lögðu leið sína til okkar í Fjölnisgötuna. Á myndasíðunni má sjá nokkra hópa.
Lesa meira

Nýtt met í sauðfjárslátrun á Blönduósi

Á liðnu hausti var sett nýtt met í sauðfjárslátrun á Blönduósi. Slátrað var ríflega 87.000 fjár og var meðalvigt dilka 15,6 kg. sem er nokkru betri vigt en haustið 2005 þegar hún var um 15,3 kg.
Lesa meira

Nýtt – Kartöflugljái og Gljái fyrir hamborgar-hrygg

Kjarnafæði hefur sett á markað tvær tegundir af sykurgljá: Kartöflugljáa og Gljáa fyrir hamborgarhrygg.
Lesa meira

Nýtt – Pólskar pylsur

Pólverjar eru þekktir fyrir sínar frábæru pylsur og nú hefur Kjarnafæði sett á markað ekta pólskar pylsur (Polska kiełbasa).
Lesa meira

Samið um límmiðaprentun við Ásprent

Sl. föstudag skrifuðu G. Ómar Pétursson framkvæmdastjóri Ásprents Stíls ehf. og Eðvald Valgarðsson innkaupa- og gæðastjóri Kjarnafæðis undir samning um límmiðaprentun.
Lesa meira

Allt á útopnu í jólatörninni!

Mikill vöxtur í starfsemi Kjarnafæðis á undanförnum árum:
Lesa meira