Almennt
11.01.2008
Það stóð mikið til við undirbúning á nýju auglýsingunum fyrir Kjarnafæði Pepperoni. Það þurfti að útvega og flytja kvikmyndatökubúnað og aðrar græjur fyrir auglýsingatökur. Kvikmyndagerðarfólkið kom að mestu erlendis frá, sem og frá Reykjavík og því þurfti að skipuleggja ferðir fram og aftur, gistingar og fæði. Svo fór að sjálfsögðu mestur tími í að breyta Íþróttahúsinu í Síðuskóla
í kvikmyndaver, setja upp sviðsmynd og kvikmyndatökubúnaðinn.
Lesa meira
Almennt
09.01.2008
Nýr sölumaður, Jóhann Hansen, hefur tekið til starfa í Reykjavík. Jóhann mun sinna eftirfarandi Bónus verslunum: Hólagörðum, Skútuvogi, Faxafeni, Mosfellsbæ, Spöng, Ögurhvarfi og Kjörgarði. Síminn hjá Jóhanni er 460-7439/840-7439 og netfangið er johann@kjarnafaedi.is.
Lesa meira
Almennt
05.01.2008
Nýja auglýsingin fyrir Kjarnafæði Pepperoni var sérlega umfangsmikil og líklega umfangsmesta auglýsing sem gerð hefur verið norðan heiða. Á meðan tökum stóð var mikið um að vera, enda þurfti að ljúka miklum og flóknum tökum á stuttum tíma. Tökurnar stóðu yfir 20-22 júní og var íþróttahúsinu við Síðuskóla breytt í kvikmyndaver á meðan á tökum stóð.
Lesa meira
Almennt
31.12.2007
Á gamlárskvöld var frumsýnd ný og glæsileg auglýsing fyrir Kjarnafæði Pepperoni. Auglýsingin er kraftmikil, ögrandi orkusprengja - líkt og Kjarnafæði Pepperoni!
Lesa meira
Almennt
14.12.2007
Sænska jólapylsan er uppseld hjá Kjarnafæði. Salan hefur farið langt fram úr áætlunum og fóru síðustu jólapylsurnar út á fimmtudaginn. En fólk þarf ekki að örvænta, Sænska jólapylsan er enn til í flestum verslunum, þótt hún seljist hratt upp.
Lesa meira
Almennt
12.12.2007
Skemmtilegur þáttur var sýndur á sjónvarpsstöðinni N4 um jólamatinn. Í þættinum er viðtal við Ólaf R. Ólafsson, sölustjóra Kjarnafæðis, um hangikjötsframleiðslu og Guðmund frá Mýri, eiganda Bautans, um eldun á veislumatnum.
Þáttinn má sjá á vefsíðu N4 eða smella hér.
Lesa meira
Almennt
13.11.2007
Sýningin Stóreldhúsið 2007 var haldin á hinu glæsilega Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 8. og föstudaginn 9. nóvember síðastliðinn. Sýningin var hin glæsilegasta í alla staði og mikill fjöldi fagfólks úr matvælaiðnaði, mötuneytum og stóreldhúsum sóttu sýninguna.
Myndir frá sýningunni eru komnar á heimasíðuna (smella hér).
Lesa meira
Almennt
08.11.2007
Sýningin Stóreldhúsið 2007 verður haldin á hinu glæsilega Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 8. og föstudaginn 9. nóvember næstkomandi. Sýningin hefst kl. 12.00 og lýkur u.þ.b kl. 18.30 báða daga.
Lesa meira
Almennt
27.10.2007
Sá skemmtilegi siður hefur myndast að landsmenn sjóði sér íslenska kjötsúpu á fyrsta degi vetrar, því þegar Vetur konungur heldur innreið sína og kaldir vindar næða er gott að koma heim í hlýjuna, setja pott á eldavélina og elda gómsæta, ilmandi, heita og nærandi íslenska kjötsúpu.
Lesa meira
Almennt
15.10.2007
Talið er að yfir 10 þúsund manns hafi lagt leið sína á sýninguna MATUR-INN 2007 sem haldin var í Verkmenntaskólanum á Akureyri um helgina og helguð varð norðlenskum mat og matarmenningu. Fyrir sýningunni stóð félagið Matur úr héraði – Local Food og tóku um 60 norðlenskir sýnendur þátt í henni. Sýning undir sama nafni var haldin fyrir tveimur árum en bæði sýnendafjöldi og aðsókn var tvöfalt meira í ár. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, opnaði sýninguna formlega á laugardag og lýsti yfir mikilli ánægju með það sem fyrir augu hans bar á sýningarsvæðinu. Ýmsar keppnir og viðburðir fóru fram samhliða sýningunni og vöktu mikla athygli sýningargesta.
Lesa meira