Uppskriftin er gömul fjölskylduuppskrift frá Póllandi, sem fengin var hjá Waldemar Sienda. Þetta er einstaklega bragðgóð uppskrift og eru þeir Pólverjar, sem prófað hafa pylsurnar, sammála um að pólsku pylsurnar frá Kjarnafæði séu alveg ótrúlega góðar og alveg eins og þær pyslur sem þeir eru vanir að heiman.
Pólsku pylsurnar eru kjötmiklar, fremur grófar og með mikið af kryddjurtum, sem gera þær einstakar á markaðinum – en um leið alveg sérlega bragðgóðar. Pólsku pylsurnar frá Kjarnafæði eru án mjólkur (laktosfríar), eggja og að sjálfsögðu án MSG.
Pólsku pylsurnar frá Kjarnafæði má steikja, sjóða eða grilla. Tilvalið er að bera þær fram með kartöflusalati og sinnepi eða piparrótarsósu. Pólsku pylsurnar frá Kjarnafæði eru líka frábærar í pottrétti, baunarétti eða súpur (td. í rómaðar pólskar súpur, svo sem biały barszcz, kapuśniak eða grochówka).
Bigos er frægur pólskur réttur (oft nefndur þjóðarréttur Pólverja) sem algengt er að bera fram á annan í jólum og hérna fylgir ein uppskrift af honum.
1/2 kg hvítkál
1/2 kg súrkál
500 g svínakjöt (td. gúllas)
250 g pólskar pylsur, skornar í bita
250 g beikon(kurl)
50 g sveppir
50 g laukur
1 stk lárviðarlauf
Salt, svartur pipar
Saxið kálið og setjið í pott ásamt skvettu af vatni, salt, pipar og lárviðarlaufi og sjóðið þar til það er orðið mjúkt (uþb. 2 tíma).
Steikið beikonið á pönnu.
Bætið svínakjöti, pylsum, sveppum og lauk út á og steikið áfram þar til kjötið hefur tekið lit.
Blandið kjötinu saman við kálið og látið malla um stund eða þar til vökvinn er horfinn.
Bigos er borið fram með soðnum kartöflum og rúgbrauði.
Það er mjög gott að geyma Bigos afganga og mörgum þykir rétturinn betri upphitaður en nýr.
Þeir sem hafa áhuga á að prófa sig áfram í pólskri matargerð, geta fundið mikið af spennandi uppskriftum á eftirfarandi vefslóðum:
http://polana.com/our_recipes#51
http://www.poland.gov.pl/Polish,cuisine,411.html