Lifrarpylsa

Lifrarpylsa
Lifrarpylsa

Lifrarpylsuna er hægt að fá þíða og frosna, ósoðna og soðna og bæði í keppum og í lengjum sem vega um 2 kg. Lifrarpylsan er sannkölluð ofurfæða og orkumikil, hún reynist því fólki sem stundar mikla hreyfingu mjög vel. Einnig er hún afskaplega góð með hverskonar grautum þá sérstaklega mjólkurgraut. Lifrarpylsan frá Kjarnafæði er gerð með gamaldags uppskrift og inniheldur aðeins lambalifur. Lifrarpylsuna má svo að sjálfsögðu fá súra í kringum þorra.

Hafir þú áhuga á að versla eða fá frekari upplýsingar um vöruna þá endilega hafðu samband við söludeild Kjarnafæðis í síma 460-7400. 

Innihald fyrir lifrarpylsu soðna 455 g:
Lambalifur og lambamör 65%, rúgmjöl, mjólk, haframjöl, vatn og salt.

Næringargildi í 100 g:
Orka: 1680 kJ/405 kkal
Prótein: 11 g
Kolvetni: 16 g
- þar af sykurtegundir: 0,9 g
Fita: 33 g
- þar af mettuð fita: 16,7 g
Trefjar: 4 g
Salt: 1 g

Magn í pakka:
Soðin í kepp 455 gr, 3 keppir saman í frostpökkum í verslunum, í 2 kg lengjum soðin. 

Umbúðir:

Ofnæmisvaldar:

Laktós (mjólkursykur):   Já
Egg:  Nei
MSG (þriðja kryddið):  Nei
Glúten:  Já
Soya (prótein):  Nei
Hnetur:  Nei
Hvítlaukur:  Nei