Heiðalamb

Heiðalamb
Heiðalamb

Stolt íslenskrar náttúru er íslenskt heiðalamb frá Kjarnafæði. Heiðalambið er kryddað lambalæri en í kryddblöndunni eru villtar íslenskar kryddjurtir eins og blóðberg, birkilauf, aðalbláberjalyng og einir sem eiga einkar vel við íslenska lambakjötið. Lærið er eitt allra vinsælasta kryddlærið á Íslandi og skal engan undra. Það fæst í verslunum en einnig er hægt að panta það beint frá Kjarnafæði í mötuneyti og veitingastaði og þá hægt að fá það úrbeinað.

Hafir þú áhuga á að versla eða fá frekari upplýsingar um vöruna þá endilega hafðu samband við söludeild Kjarnafæðis í síma 460-7400. 

Innihald:
Íslenskt lambakjöt, krydd (m.a. sinnep), salt, repjuolía, vatnsrofin jurtaprótein, maltodextrin, maisprótein, jurtafita-pálma, bragðefni, sykur.

Næringargildi í 100 g:
Orka 764 kJ/183 kkal
Prótein 19 g
Kolvetni 2 g
- þar af sykurtegundir 0,1 g
Fita 11 g
- þar af mettaðar fitusýrur 5,0 g
Trefjar 0,4 g
Salt 0,7 g

Magn í pakka:
1 stk, uþb. 1,8 - 3 kg.

Umbúðir:
Vacumpakkað

Ofnæmisvaldar: (sinnep)

Laktós (mjólkursykur):   Nei
Egg:  Nei
MSG (þriðja kryddið):  Nei
Glúten:  Nei
Soya (prótein):  Nei
Hnetur:  Nei
Hvítlaukur:  Nei