Velheppnuð matvælasýning

Vörusýningin Stóreldhús 2005 fór fram á Grand Hótel Reykjavík dagana 3. og 4. nóvember.

Vörusýningin Stóreldhús 2005 fór fram á Grand Hótel Reykjavík dagana 3. og 4. nóvember.

Á sýningunni voru fulltrúar frá öllum helstu fyrirtækja á stóreldhúsmakaðnum og að sjálfsögðu lét Kjarnafæði sig ekki vanta.

Fyrirtækin sýndu matvörur, drykkjarvörur, tæki og búnað og annað sem tilheyrir stóreldhúsum.
Sýningin var opin öllum starfsmönnum stóreldhúsa og mötuneyta.

Kjarnafæði bauð gestum upp á að bragða úrval af salötum, sósum, kæfum og auk þess var fólki boðið að smakka þurrsteiktar kjöt- og fiskibollur, sem er nýjung frá Kjarnafæði.

Fyrir utan hefðbundnar kynningar var um fjölda áhugaverðra fyrirlestra í ráðstefnusal hótelsins, m.a. um næringarfræði og nýjungar í hitamælingum og hitaskráningum.

Sýnendur voru sammála um að einstaklega hefði tekist vel til og frábær stemming hefði myndast báða dagana.

Við hjá Kjarnafæði viljum þakka öllum sem leið sína áttu á kynningarbás okkar og vonumst til að þeir hafi haft ánægju af.