Velheppnuð grillveisla

Gríðarleg stemmning var á fyrstu grillveislu sumarsins hjá Reykjavík FM 101,5, Kjarnafæði og Carlsberg síðastliðinn föstudag. Mun færri komust að en vildu og voru gestalistar sprungnir snemma í síðustu viku en til stóð að dreifa miðum út vikuna. Veislan fór fram í blíðskapar veðri í bakgarðinum á Dillon laugavegi og hjálpaði blíðan við að skapa þá frábæru stemmingu sem myndaðist. Gríðarleg stemmning var á fyrstu grillveislu sumarsins hjá Reykjavík FM 101,5, Kjarnafæði og Carlsberg síðastliðinn föstudag. Mun færri komust að en vildu og voru gestalistar sprungnir snemma í síðustu viku en til stóð að dreifa miðum út vikuna. Veislan fór fram í blíðskapar veðri í bakgarðinum á Dillon laugavegi og hjálpaði blíðan við að skapa þá frábæru stemmingu sem myndaðist.

Það voru um 130 heppnir hlustendur Reykjavík FM sem fylltu garðinn og gæddu sér á helstu nýjungunum frá grillmeisturum Kjarnafæðis og sturtuði í sig gosi og Carlsberg með. Hljómsveitirnar Lada Sport og Cliff Clavin sáu um tónlistarflutninginn við góðar undirtektir gesta.

Næsta grillveisla mun fara fram föstudaginn 27. Júlí og verður nánar auglýst síðar á Reykjavík FM 101,5.

Myndir frá veislunni.

Hlusta á Reykjavík FM 101,5 reykjavikfm_120