Þór er Kjarnafæðimeistari 2016 eftir 2:1 sigur á KA í úrslitaleik mótsins sem fram fór síðastliðinn föstudag. Kjarnafæðimótið er haldið af KDN (Knattspyrnudómara félagi Norðurlands) og mætast þar meistaraflokkslið karla í knattspyrnu af Norðurlandi. Við hjá Kjarnafæði viljum óska Þórsurum til hamingju með sigurinn í mótinu en í úrslitaleiknum skoruðu þeir Ármann Pétur Ævarsson og Konráð Freyr Sigurðsson mörk meistaranna en Hrannar Björn Steingrímsson mark KA.
Við hjá Kjarnafæði óskum Þórsurum innilega til hamingju með titilinn og jafnframt fyrirliða þeirra í þessum leik Ármanni Pétri sem var valinn maður leiksins og hlaut að launum gjafakörfu frá Kjarnafæði fulla af góðgæti.
Nánari umfjöllun um leikinn má finna með því að smella hér og einnig má finna myndasyrpu frá leiknum með því að smella hér.
Magni frá Grenivík tók svo þriðja sætið en þeir unnu Leikni F. nokkuð örugglega en lesa má nánar um þann leik með því að smella hér.
Það voru svo mikil læti og nokkur rauð spjöld sem fengu að fara á loft þegar KA2 vann Þór2 2:0 í leik um 5. sætið. Lesa má nánar um þann leik hér.
Við viljum að lokum þakka öllum liðum fyrir þátttökuna og KDN fyrir samstarfið við skipulag og umsjón mótsins.