Samstarfssamningur við InPro

Kjarnafæði hefur gert samstarfssamning við InPro um heilsufarsráðgjöf og fjarvistaskráningar. InPro sér um skráningu veikindafjarvista og ráðgjöf til starfsmanna Kjarnafæðis í veikindum. 

Kjarnafæði hefur gert samstarfssamning við InPro um heilsufarsráðgjöf og fjarvistaskráningar. InPro sér um skráningu veikindafjarvista og ráðgjöf til starfsmanna Kjarnafæðis í veikindum. 

Hjá InPro er rekið þjónustuver þar sem veitt er heilbrigðisráðgjöf í síma 510 6500 og á netinu (doktor.is). Þegar um veikindi er að ræða tilkynnir starfsmaður þau til síns yfirmanns en hefur jafnframt samband við heilbrigðisstarfsmann InPro fyrsta virka dag veikinda. Hlutverk InPro er að vera honum innan handar við úrlausn heilsufarslegra vandamála, veita ráðgjöf í veikindum og leiðbeina innan heilbrigðiskerfisins sé þess þörf.

Fjarvistaskráningin kemur þannig í stað hefðbundinna læknisvottorða og trúnaðarlækniskerfa. Starfsmenn leita áfram til síns heimililæknis sé þörf á meðhöndlun. Markmið samstarfsins er að efla fyrirbyggjandi aðgerðir. Metnaður er lagður í að veita faglega þjónustu með það að markmiði að efla heilbrigði og vellíðan starfsmanna og lágmarka fjarvistir vegna veikinda og slysa.