Í kjölfar heimildar til samruna Kjarnafæðis, Norðlenska og SAH Afurða var á hluthafafundi 9. september síðastliðinn kjörin ný stjórn í móðurfélag samstæðunnar. Móðurfélagið ber nafnið Kjarnafæði Norðlenska hf. og hefur heimilisfesti á Akureyri. Dótturfélögin eru Norðlenska matborðið ehf., SAH Afurðir ehf. og GMS ehf..
Nýju stjórnina skipa Björgólfur Jóhannsson, formaður, Rúnar Sigurpálsson, varaformaður, Gróa Jóhannsdóttir, ritari, Eiður Gunnlaugsson og Jóna Finndís Jónsdóttir. Varamenn eru Hreinn Gunnlaugsson og Guðmundur S. Óskarsson.
Framkvæmdaráð samstæðunnar skipa:
Forstjóri – Ágúst Torfi Hauksson
Aðstoðarforstjóri – Gunnlaugur Eiðsson
Fjármálastjóri – Ingvar Már Gíslason
Sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs – Gunnlaugur Eiðsson
Framleiðslustjóri – Helgi Rúnar Pálsson
Gæðastjóri – Bára Eyfjörð Heimisdóttir
Mannauðsstjóri – Jóna Jónsdóttir