Út er komin skýrsla um skólamáltíðir á Norðurlöndum á vegum Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar, NICe. Skýrslan er afrakstur verkefnis sem unnið var í samstarfi allra Norðurlandanna og var stýrt af Samtökum iðnaðarins.
Í skýrslunni er ítarleg samantekt um framboð og framkvæmd máltíða í skólum á Norðurlöndunum. Lagt var mat á helstu kosti og galla núverandi kerfa, þekkingu og fræðslu fyrir starfsfólk sem starfar við framleiðslu skólamáltíða og gerðar tillögur um úrbætur.
Niðurstaða verkefnisins er að fjölmargir þættir hafa áhrif á það hvort börnin borða matinn í skólanum og mikilvægt að þeir vinni saman að því markmiði að öll börn fái þá næringu sem þau þurfa í skólanum. Í skýrslunni eru ábendingar til sveitarfélaga, skólastjórnenda, matvælaiðnaðar, eldhúsa, foreldra og lýðheilsuyfirvalda um hvernig standa má að málum til að ná sem bestum árangri.
Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vef Samtaka iðnaðarins á slóðinni: www.si.is/foodforlife/nordic-network-ntp-healthy-choices/