Menningartónleikar Reykjavík FM 101,5, Kjarnafæðis og Max raftækja fóru fram í blíðskaparveðri á menningardaginn. Fjölmargir gestir lögðu leið sína í garðinn á Dillon og var garðurinn pakkaður þegar íslandsmeistaramótið í pylsuáti fór fram kl 18:00. Eins og áður sagði þá var það Jón Maríuson sem sigraði og setti um leið íslandsmet í greininni þegar hann torgaði hvorki meira né minna en 14 heilum Kjarnafæði pylsum með brauði á 12 mínutum!!
Hlaut Jón að launum forláta farandbikar, gjafakörfu frá Kjarnafæði og gjafabréf frá Myllunni. Jón hefur lýst því yfir í viðtali við Blaðið að hann ætli sér að verja titilinn á næsta ári en Íslandsmeistarmótið 2008 mun fara fram á Menningarnótt að ári liðnu. Í öðru sæti varð Kristján Knútsson en hann kom niður 10 pylsum.
Ægir Eyjólfsson yfirgrillari Kjarnafæðis sá svo um að grilla Kjarnafæði pyslur ofan í mannskapinn, svo enginn þyrfti að fara svangur heim. Hljómsveitirnar Dikta, Jeff Who, Lights on the Highway og Mínus lokuðu svo frábærum degi og við lokatóna Mínusliða hófst flugeldasýningin ógurlega.