Í tengslum við sýninguna Matur 2006, sem haldin var í Fífunni í Kópavogi 31. mars - 2. apríl, var haldin Fagkeppni Meistarafélags Kjötiðnaðarmanna.
Það er óhætt að segja að kjötiðnaðarmeistarar Kjarnafæðis hafi gert góða ferð suður, því þeir hlutu fjölda verðlauna og gerði Helgi Jóhannsson sér lítið fyrir og hreppti titilinn Kjötmeistari Íslands 2006. Helgi er afar vel að verðlaununum kominn og hlaut 9 verðlaun fyrir 10 vöruflokka sem hann sendi inn. Hann hlaut m.a. gull fyrir Spægipylsu og Sveitakæfu.