Fóður eða fæða?

Frá Lundarskóla
Frá Lundarskóla
MATVÍS stendur fyrir opnu málþingi fagmanna og framleiðanda um þá gagnrýni sem hefur komið fram á mat í mötuneytum skólanna 6. apríl kl. 15:00 að Stórhöfða 31.  Þar eru ásakanir um að fóður sé borið á borð en ekki fæða. MATVÍS stendur fyrir opnu málþingi fagmanna og framleiðanda um þá gagnrýni sem hefur komið fram á mat í mötuneytum skólanna 6. apríl kl. 15:00 að Stórhöfða 31.  Þar eru ásakanir um að fóður sé borið á borð en ekki fæða.

Til þess að fara yfir þessi mál hefur MATVÍS boðið eftirtöldum aðilum að gera grein fyrir sínum sjónarmiðum með framsögu og sitja síðan í pallborði.

Dagskrá:
Setning: Níels S. Olgeirsson formaður MATVÍS. Framsögur.
  • Grímur Þór Gíslason hjá Grímur kokkur. 
    Innihald og næringargildi þeirra vöru sem hann selur til mötuneyta og annarra.
  • Eðvald S Valgarðsson frá Kjarnafæði. 
    Stefna Kjarnafæðis hvað varðar söltun, reykingu og aukefni í þeirra afurðum.
  • Ólafur Reykdal frá Matís.
    Yfirlit um niðurstöður rannsókna á næringargildi brauð- og kjötvara.
  • Hólmfríður Þorgeirsdóttir  hjá Lýðheilsustöð.
    Ráðleggingar Lýðheilsustöðvar um matarframboð í skólum byggt á  handbók fyrir skólamötuneyti.
  • J. Trausti Magnússon matreiðslumeistari í grunnskóla.
    Fer yfir hvernig hann velur sína birgja og á hvað hann leggur áherslu á við innkaup á matvöru.
  • Pallborðsumræður.
Fundarstjóri  Ólafur Jónsson hjá Iðunni fræðslusetri