Skemmtileg útfærsla á ýsu sem auðvelt að búa til daginn áður og skella svo í ofninn þegar matartíminn nálgast.
Fyrir 4
Skemmtileg útfærsla á ýsu sem auðvelt að búa til daginn áður og skella svo í ofninn þegar matartíminn
nálgast.
Fyrir 4
1 kg |
Ýsa eða þorskur |
1 msk
|
Steinselja, söxuð
|
200 g |
Sveppir, sneiddir |
200 g |
Tómatar, saxaðir |
2 tsk |
Hveiti |
100 g |
Smjör |
450 ml |
Eplacider |
1 búnt |
Dill |
2 msk |
Calvados (má sleppa) |
|
Salt og pipar |
- Skerið fiskinn í passlega stóra bita og blandið honum saman við sveppina, tómatana og steinseljuna, kryddið með salt og pipar og setjið í
eldfast mót.
- Bræðið smjörið og blandið hveitinu saman við og hrærið vel yfir hita eða þangað til þið finnið vægan
möndluilm.
- Blandið cidernum saman við ásamt Calvados og sjóðið við vægan hita þar til blandan er kekklaus og farin að þykkna.
- Hellið ciderblöndunni yfir fiskinn og grænmetið, blandið létt saman.
- Setjið álfilmu yfir mótið og bakið í ofni í hálfa klst við 180°C.
- Takið álfilmuna af, skreytið með dillinu g berið fram með hrísgrjónum og nýbökuðu brauði.
Verði ykkur að góðu!