Hann "Nafni" úr fyrstu umferð hafði samband við Capone á Reykjavík FM 101,5 að morgni 4. keppnisdags undankeppni Íslandsmeistaramótsins í pylsuáti og lýsti yfir mikilli óánægju með að hafa verið slegin út úr úrslitakeppninni daginn áður. Þar sem einn skráður keppandi hafði forfallast sökum veikinda fékk Nafni annan séns og mætti aftur til leiks á 4. keppnisdegi. Drengurinn gerði sér lítið fyrir og sigraði keppnina með því að klára allar fimm Kjarnafæði pylsurnar með brauði á þrem mínútum sléttum.
Í öðru sæti var Heiðar sem kláraði rétt um 3 pylsur. Aðrir keppendur dagsins áttu ekki séns í úrslit þrátt fyrir góða viðleitni.
Það er því ljóst að þeir Kristján, Jón og Björn munu keppa til úrslita á menningarnótt, ásamt Nafna, í garðinum á Dillon. Keppnin hefst um klukkan 18:00 en dagskráin sjálf klukkan 15:00.