Tvenna Nautalund með BBQ sojasósu og kjúklingur

Tvenna Nautalund með BBQ sojasósu og kjúklingur
Tvenna Nautalund með BBQ sojasósu og kjúklingur
Tvenna sem klikkar ekki. Merjið piparinn og sesamfræ í kryddkvörn eða matvinnsluvél. Nautinu er velt upp úr piparblöndunni og Brúnið á pönnu við mikinn hita þar til kjötið fær fallegan lit.

Innihald: 

  • 800gr Nautalund
  • 20g piparblanda( hvítur, svartur og rauður)
  • 20g sesamfræ
  • 5g Maldon salt
  • BBQ sojasósa
  • 2msk sesamolía
  • 1 msk sæt chili sósa
  • 1dl ostrusósa
  • 100ml sojasósa
  • 1msk hunang
  • 800 g kjúklingabringur
  • 1 stk. hvítlauksgeiri
  • 1/2 búnt timjan
  • salt og pipar
  • 1 dl ólífuolía

 
Aðferð:

Nautalund

  • Merjið piparinn og sesamfræ í kryddkvörn eða matvinnsluvél.
  • Nautinu er velt upp úr piparblöndunni og Brúnið á pönnu við
    mikinn hita þar til kjötið fær fallegan lit.
  • Þá söltuð til og kláruð í ofni við 140°c í 10-15 mín eða
    eftir þeirri steikingu sem óskað er eftir.

             

Kjúklingabringa

  • Afhýðið hvítlauk og pressið, saxið timjan fínt.
  • Snöggsteikið kjúklingabringur í olíu á pönnu
    við mjög háan hita.
  • kryddið hvítlauk og timjani. Kryddið með salti og pipar og
    hellið ólífuolíu yfir.Kryddið hvítlauk og timjani. Kryddið með
    salti og pipar og 
    hellið ólífuolíu yfir. Eldið þar til kjötið er
    gegnum steikt. Gott að elda á grilli líka.

Verði ykkur að góðu!


Frekari upplýsingar: