Ein ríkuleg og matarmikil súpa sem getur alveg staðið sem aðalréttur.
Guðrún Jóhannsdóttir sendi þessa ljúffengu uppskrift inn.
Fyrir 4-6
Innihald:
2-3stk | Hráar kartöflur, afhýddar og skornar í teninga |
1 stk | Stór laukur, afhýddur og skorinn í sneiðar (eða bita) |
3 stk | Sellerileggir, smátt skornir |
1 dós | Saxaðir tómatar (440 g) |
9 dl | Kjötsoð (heimatilbúið eða úr teningum) |
1/2 tsk | Caraway fræ |
1 dós | Rauðar nýrnabaunir (250 g) safinn látinn renna af |
125 g | Hvítkál, mjög smátt skorið eða gróft rifið á rifjárni |
250 g | Pylsur, sneiddar í bita, helst 2-3 teg. |
Salt og pipar
Aðferð:
Kartöflur, laukur, sellerí, tómatar, kjötsoð og Caraway fræ eru sett í pott. Látið
sjóða og malla í svona 20 mínútur. Þá eru baunirnar og kálið sett útí og látið malla í aðrar 20
mínútur eða þar til allt er hæfilega soðið.
Þá er pylsubitunum og salti og pipar bætt útí og hitað í gegn.
Gott að hafa nýbakað brauð með.
Verði ykkur að góðu!
Frekari upplýsingar: