Tandoori kryddaðar kjúklingabringur

Tandoori kryddaðar kjúklingabringur
Tandoori kryddaðar kjúklingabringur

Steikið kjúklingabringurnar stökkar á pönnu og eldið síðan í ofni við 100 ̊C í 10 mín. eða þar til þær eru gegnum steiktar.

Innihald:

  • Kjúklingabringur, skinnlausar
  • 2 msk. smjör eða ólífuolía 

Tandoori kryddblanda:

  • 1 tsk. karrí
  • 2 tsk. papriku duft
  • 1 tsk. Turmeric krydd
  • 1 tsk. chiliduft
  • 1/2 tsk. Cumin duft
  • 1/2 tsk. kóríanderduft
  • 1/4 tsk. hvítur pipar
  • 1/4 tsk. Cayenne pipar

Aðferð:

Blandið öllum kryddtegundunum saman. Gott er að rista kryddið á pönnu til að ná
fram meira bragði en það er ekki nauðsynlegt. Í staðin fyrir kryddblönduna má líka
nota tilbúna kryddblöndu.

Steikið kjúklingabringurnar stökkar á pönnu og eldið síðan í ofni við 100 ̊C í 10 mín.
eða þar til þær eru gegnum steiktar.

Svo er líka gott að setja þær á kolagrill til að fá ekta reykbragð og er það svipað
og Tandoor ofnarnir sem elda á mjög miklum hita.


Verði ykkur að góðu!


Frekari upplýsingar: