Sýnendur stefna á sjöunda tuginn!

Nú er ljóst að MATUR-INN 2007 verður langstærsta sýning sem haldinn hefur verið norðan heiða og einungis er helguð mat og matarmenningu. Síðustu dagana hefur stöðugt bæst á sýnendalistann og eru sýnendur nú komnir yfir 60 talsins! Sýningin mun endurspegla mikla breidd í matarmenningunni á Norðurlandi því auk fjölda sýnenda af Eyjafjarðarsvæðinu verða mjög öflugir básar frá Þingeyingum og Skagfirðingum. Nú er ljóst að MATUR-INN 2007 verður langstærsta sýning sem haldinn hefur verið norðan heiða og einungis er helguð mat og matarmenningu. Síðustu dagana hefur stöðugt bæst á sýnendalistann og eru sýnendur nú komnir yfir 60 talsins! Sýningin mun endurspegla mikla breidd í matarmenningunni á Norðurlandi því auk fjölda sýnenda af Eyjafjarðarsvæðinu verða mjög öflugir básar frá Þingeyingum og Skagfirðingum.

Stór viðburður á borð við sýninguna Maturinn 2007 er ekki hristur fram úr erminni á einni nóttu og kostar sitt. Velvild og áhugi sýnenda er auðvitað lykilatriði en líkast til hefði ekki tekist að sigla fleyinu í heila höfn nema með góðum stuðningi eftirfarandi aðila. 

Vaxtarsamningur Eyjafjarðar
Landbúnaðarráðuneytið
Sjávarútvegsráðuneytið
Akureyrarstofa
Kaupfélag Eyfirðinga

Félagið Matur úr héraði kann öllum þessum aðilum bestu þakkir fyrir ómetanlegan stuðning.