Sýningin Stóreldhúsið 2007 verður haldin á hinu glæsilega Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 8. og föstudaginn 9. nóvember næstkomandi. Sýningin hefst kl. 12.00 og lýkur u.þ.b kl. 18.30 báða daga.
Ómissandi sýning
Stóreldhúsið 2007 er enn stærra en sýningin 2005 og verður fjöldi sýnenda með sýningarbása þar sem verða kynntar spennandi vörur og nýjungar fyrir stóreldhús. Fyrirtækin munu sýna matvörur, drykkjarvörur, tæki og búnað. Er slík sýning algerlega ómissandi fyrir starfsfólk og forstöðumenn stóreldhúsa.
Frítt fyrir starfsfólk stóreldhúsa
Gestir á seinustu sýningu komu alls staðar að af landinu og var einkar ánægjulegt að sjá hversu áhugasamir gestir voru að skoða allar vörur og kynningar. Er ekki að efa að gestir munu streyma að á þessa sýning. En þess ber að geta að allt er frítt fyrir starfsfólk stóreldhúsa bæði á sýninguna og fyrirlestra (nema ef um sérviðburð er að ræða.) Stóreldhúsið 2007 er eingöngu ætlað starfsfólki stóreldhúsa.
Ævintýri í matargerðarlistinni
Sýningin Stóreldhúsið 2007 býður líka upp á fróðlega og skemmtilega kynningar- og fyrirlestradagskrá. Í tilefni af sýningunni verður gefið út handhægt kynningarrit sem fer til sýningargesta.
Að sjálfsögðu verður Kjarnafæði með bás á sýningunni, sem og Norðanfiskur. Við hlökkum til að sjá ykkur!
Nánari upplýsingar um sýninguna veitir Ólafur M. Jóhannesson, sýningarstjóri í 587-8825 - omj@islandia.is.