Steikt nautalund með steiktum aspas og vatnakassa
Nautasteik með ferskum aspas og humar ef þetta á að vera spari. Nautakjötið brúnað á pönnu með olíu og hvítlauks geirunum í 1 mín. Á hvorri hlið, salta og pipra. Sett í 200° heitan ofn í 8 mín. Látið standa við stofuhita í 4 mín áður en borið er fram.
Innihald:
- 800g nautalund (4 X 200 gr.)
- 2 msk olía
- Salt og pipar
- 2 saxaðir hvítlauksgeirar
- aspas
- 50 gr. Smjör
- Salt
Aðferð:
- Nautakjötið brúnað á pönnu með olíu og hvítlauks geirunum í 1 mín. Á hvorri hlið,
salta og pipra. Sett í 200° heitan ofn í 8 mín. Látið standa við stofuhita í 4 mín áður en borið er fram.
- Aspas hreinsaður. Smjör hitað á pönnu og aspas settur út á, saltað.
- Hitamælir og steikingar með mæli.
- Gott er að hafa í huga að oft er hitamælir ódýrari en steikin sem við erum að mæla
og er því góð fjárfesting sem vinnur fyrir sér í mörg ár og mörg matarboð með
fullkomnum safaríkum steikum!
Verði ykkur að góðu!
Frekari upplýsingar: