Í samningnum felst að Ásprent tekur að sér prentun allra límmiða sem eru í notkun hjá Kjarnafæði, en um er að ræða um fimm milljón miða á ári.
Eðvald og G. Ómar handsala samninginn
“Það er okkur mikils virði að geta flutt framleiðslu límmiðanna nær okkur og þar með lagt okkar af mörkum til að efla prentiðnaðinn í bænum. Eftir að nýja límmiðaprentvélin kom í Ásprent hafa starfsmenn þar sýnt okkur að þeirra framleiðsla stenst fyllilega samanburð við það sem best gerist á landinu, bæði í gæðum og verði. Það var því einföld ákvörðun að flytja framleiðsluna til Ásprents” segir Eðvald Valgarðsson hjá Kjarnafæði.
Fréttin birtist upphaflega á vef Ásprents