Í nóvember á hverju ári pakkar Margrét Kristinsdóttir á Akureyri inn í bíl og ekur inn í Þórðarstaðaskóg í botni Fnjóskadals ásamt eiginmanni sínum, vinafólki og afkomendum. En fyrst hringir hún í Kjarnafæði og pantar þaðan saltlæri.
Saltlæri:
1 stk Saltlæri frá Kjarnafæði
Lærið er sett í stóran pott með köldu vatni og soðið við vægan hita í tvo tíma, lengur ef lærið er stórt. Gott er
að láta það standa í svolitla stund áður en það er borið fram með kartöflum, jafningi, grænum baunum og rauðrófum.
Jafningur:
mjólk
ca 50 g saltlaust smjör
ca 3 msk. hveiti
örlítill sykur
salt
pipar
nýmalað múskat
soð af grænum baunum
Mjólkin er hituð. Smjörið er brætt í potti og hveitið sett út í. Þetta er hrært út með forhitaðri mjólkinni og kryddað með salti, pipar, nýmöluðu múskati og örlitlum sykri. Að lokum er svolítið soð af grænum baunum hrært saman við.
Verði ykkur að góðu!
Frekari upplýsingar: