Hangikjöt er einkennismerki íslenskra jóla. Kjötið er þó misjafnt eftir því hver reykir það og hve lengi. Þá eru til tvær mjög mismunandi gerðir af reyktu kjöti, reykt og tvíreykt [húskarla]. Eðvald Sveinn Valgarðsson, gæðastjóri hjá Kjarnafæði á Akureyri, þekki muninn á þessu tvennu. 'Munurinn er í raun mjög einfaldur. Þegar kjöt er tvíreykt er tíminn í reykofninum um það bil tvöfaldaður miðað við venjulega reykingu,' útskýrir Eðvald, sem segir þó misjafnt eftir reykofnum hve langan tíma reykingin taki. Meðan kjötið sé fullreykt eftir sólarhring í einum ofni taki það annan ofn tvo sólarhringa að reykja kjöt til fullnustu.
Hangikjöt er einkennismerki íslenskra jóla. Kjötið er þó misjafnt eftir því hver reykir það og hve lengi. Þá eru til tvær mjög mismunandi gerðir af reyktu kjöti,
reykt og
tvíreykt [húskarla].
Eðvald Sveinn Valgarðsson, gæðastjóri hjá Kjarnafæði á Akureyri, þekki muninn á þessu tvennu. 'Munurinn er í raun mjög einfaldur. Þegar kjöt er tvíreykt er tíminn í reykofninum um það bil tvöfaldaður miðað við venjulega reykingu,' útskýrir Eðvald, sem segir þó misjafnt eftir reykofnum hve langan tíma reykingin taki. Meðan kjötið sé fullreykt eftir sólarhring í einum ofni taki það annan ofn tvo sólarhringa að reykja kjöt til fullnustu.
Eðvald segir vinsældir tvíreykta hangikjötsins, eða húskarla-hangikjötsins eins og það er stundum kallað, vera að aukast ár frá ári. 'Við höfum selt mikið inn í Jólahúsið í Eyjafirði,' segir hann og telur aukinn áhuga á tvíreykta kjötinu um allt land. 'Fólki þykir skemmtilegt að láta þetta hanga uppi og skera sér flís af þessu, það er jólastemming í því,' segir Eðvald. Við þessa tvíreykingu þornar kjötið og geymsluþolið eykst og þolir betur að vera í hita.
Hjá Kjarnafæði er allt kjöt reykt í talið og að öllu jöfnu er það látið reykjast í um 36 til 48 klukkustundir. Til að tvíreykja kjötið er tíminn tæplega tvöfaldaður. 'Augað segir þó líka til og við skoðum kjötið og athugum hvort við séum sáttir við útlit og áferð,' segir Eðvald en Kjarnafæði reykir tugi tonna af hangikjöti fyrir jólin.
Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu 18.12. 2008