Starfsfólk Kjarnafæðis vill þakka öllum þessum frábæru krökkum sem komu og heimsóttu okkur á öskudaginn 2015. Við vorum staðsett að þessu sinni í miðbænum þar sem við höfum flutt okkur yfir á Svalbarðseyri. Á Svalbarðseyri komu svo líka krakkar úr heimabyggðinni og kunnum við þeim einnig bestu þakkir fyrir.
Á Akureyri vorum við í samstarfi við N4 sem sýndi svo brot úr flestum ef ekki öllum lögunum og má sjá fyrri hlutann með því að smella hér og seinni hlutann með því að smella hér.
Það er eflaust óhætt að segja að evróvisjónlag Friðriks Dórs á íslensku hafi verið vinsælasta lagið þennan öskudaginn en þá voru einnig mörg önnur mjög vinsæl. Bjarnastaða beljurnar eru alltaf vinsælar og þá heyrðust einnig lög eins og Stafrófið, Gamli Nói, eitthvað frumsamið, annað um Evrópusambandið og margt fleira.
Aftur þá viljum við þakka öllum þeim sem komu og sungu en einnig viljum við biðjast afsökunar á því að hafa ekki merkt það betur við Fjölnisgötuna að við værum á öðrum stað. Við heyrðum af því að það hafi valdið þeim smá gremju sem þangað komu en vonandi komu þeir flestir til okkar í miðbæinn og fengu sér pylsu, Floridana safa og Krakkabúðing.