Gjláarnir eru mjög einfaldir í notkun. Kartöflugljáann þarf einungis að hella á heita pönnu og setja kartöflur út í strax á eftir og láta sjóða í 8 til 15 mínútur (hrært í af og til). Gljáann fyrir hamborgarhrygg þarf einungis að pensla á hrygginn rétt áður en hann er settur í ofninn. Gott er að pensla hrygginn tvisvar á meðan steikingu stendur eða eftir þörf og renna svo eina umferð yfir í lok steikingar.
Gljáarnir eru án mjólkur (laktósfríir), eggja, hveitis (glúteinfríir) og MSG. Gljáarnir er framleiddir í Nonna litla, dótturfyrirtæki Kjarnafæðis. Hægt er að panta gljáann hjá sölumönnum Kjarnafæðis í síma 460-7400 eða beint hjá Nonna litla í síma 566-6614.