Anna Bryndís Stefánsdóttir skrifaði nýlega undir samning við Kjarnafæði um að hefja nám í kjötiðn. Anna bætist við fríðan hóp kjötiðnaðarnema Kjarnafæðis, sem eru nú fjórir. Anna hefur starfað hjá Kjarnafæði í nokkur ár og er öllum hnútum kunnug hjá félaginu. Meistari Önnu er Eðvald Valgarðsson.
Kjötiðn er löggilt iðngrein. Meðalnámstími er fjögur ár, þar af 3 - 4 annir í skóla að meðtöldu grunnámi og 126 vikna starfsþjálfun. Meginmarkmið náms í kjötiðn er að gera nemendum kleift að öðlast þá þekkingu og færni sem kjötiðnaðarmönnum er nauðsynleg í störfum sínum við hvers kyns kjötvinnslu, allt frá móttöku sláturafurða til fullunninnar vöru, svo og við verkstjórn, sölumál og ráðgjöf. Náminu lýkur með sveinsprófi er veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.