Naut, bökuð kartafla og bernaise smjör

Naut, bökuð kartafla og bernoise smjöri
Naut, bökuð kartafla og bernoise smjöri

Frábær uppskrift fyrir nautahryggvöðva.

Innihald:

  • 1200g smjördeig
  • 600g nautahryggvöðvi
  • Salt og pipar
  • 1 pakki Parma skinka
  • 240g sveppir
  • 2 msk sinnep
  • 2 msk kóríander
  • 6 msk muldir villisveppir

Aðferð:
 

Hryggvöðvinn er úrbeinaður, snyrtur og vöðvinn er skorinn í ca 400 gr bita. Lokað á
grilli eða pönnu og kryddað með örlitlu salti og pipar.

Smjördeigið flatt út í jafnmargar kökur og kjötbitarnir eru. Setjið fyrst Parma skinku og
sveppi undir kjötið, sem er svo sett á smjördeigið. Síðan fyllingu ofan á, lokið kökunni
og penslið samskeytin með sundurslegnu eggi eða vafið smurðan álpappír og sett á grillið.
Bakið í 225C heitum ofni í 20-30 mín. eða á grillið.

Þessi tími og hiti miðast við að allt sé vel kalt þegar það fer inn í ofninn,
annars er tíminn skemmri eða um 5-10 mín. Hitinn fer eftir gæðum ofnsins eða
grillsins, eftir því hvað við viljum að kjötið sé mikið steikt. Eftirhitinn er töluverður,
svo það skal taka kjötið út í 50c og láta hvíla fyrir skurð.


Verði ykkur að góðu!


Frekari upplýsingar: