Greint er frá því í nýútkomnu Bændablaði að sala á kindakjöti hverslags sé meiri nú en áður á þessari öld. Mjög mikil aukning hefur verið í sölu á íslensku lamba og rollukjöti að undanförnu og situr Kindakjöt í öðru sæti með 27% markaðshlutdeild. Í fyrsta sæti er alifuglakjöt með 31% markaðshlutdeild og á eftir kindakjötinu í þriðja sæti, er grísakjöt með fimm prósentum minni markaðshlutdeild.
Þetta eru að sjálfsögðu gleðileg tíðindi fyrir kjötvinnslur og sláturhús sem vinna með kindakjöt. Ekki síður fyrir sauðfjárbændur sem hafa náð með miklum aga og góðum vinnubrögðum í ræktun að gera lambakjötið enn betra. Nýjasta bændablaðið má sjá með því að smella hér.