Matur úr héraði

Ólína Freysteinsdóttir
Ólína Freysteinsdóttir
Matur er mannsins megin er máltæki sem allir Íslendingar þekkja  og má það til sanns vegar færa þegar litið er til þeirrar samvinnu sem fram fer í félaginu Matur úr héraði-Local food. Þar hafa lítil sem stór fyrirtæki tekið sig saman og myndað félag sem byggir á þeim styrk  að fyrirtækin eru  í samkeppni og samvinnu. Í miðri alþjóðavæðingu verða fyrirtæki, sveitarfélög, landsvæði og einstök lönd fyrir nýjum ógnunum en um leið nýjum tækifærum. Tækifæri Íslands og ekki síst Eyjafjarðar byggist  á séreinkennum þess, ímynd sem kallar á vörumerki sem byggist á sérstöðu. Það geta matvælaframleiðendur í Eyjafirði nýtt sér og stoltir boðið upp á vöru sem á uppruna í óspilltri náttúru Íslands.

Matur er mannsins megin er máltæki sem allir Íslendingar þekkja  og má það til sanns vegar færa þegar litið er til þeirrar samvinnu sem fram fer í félaginu Matur úr héraði-Local food. Þar hafa lítil sem stór fyrirtæki tekið sig saman og myndað félag sem byggir á þeim styrk  að fyrirtækin eru  í samkeppni og samvinnu. Í miðri alþjóðavæðingu verða fyrirtæki, sveitarfélög, landsvæði og einstök lönd fyrir nýjum ógnunum en um leið nýjum tækifærum. Tækifæri Íslands og ekki síst Eyjafjarðar byggist  á séreinkennum þess, ímynd sem kallar á vörumerki sem byggist á sérstöðu. Það geta matvælaframleiðendur í Eyjafirði nýtt sér og stoltir boðið upp á vöru sem á uppruna í óspilltri náttúru Íslands.

Markmið félagsins Matur úr héraði-Local food og táknrænt merki þess, felur í sér að hráefnið sé eyfirskt að uppruna eða að matseldin sé eyfirsk. Félagið var formlega stofnað í maímánuði 2006 og eru nú alls 25 fyrirtæki í félaginu. Þessi fyrirtæki eru ólík stór og  smá, starfa í framleiðslu, veitingarekstri og handverki.  Ljóst má vera að félag eins og Matur úr héraði er langtímaverkefni og þarf þolinmæði og þrautseigju til að viðhalda þeim neista sem nú er kviknaður. Markmið og aðkoma Vaxtasamnings Eyjarfjarðar byggir á að auka samkeppnishæfni svæðis og fjölga vörum og þjónustu  og er Eyjafjörður svæði sem er mjög vel til þess fallinn að styrkja stöðu sína á matvælamarkaðnum. Í Eyjafirði eru ekki aðeins öflug og gróskumikil fyrirtæki á þessu sviði heldur er sá mannauður sem svæðið á ekki síður mikilvægur  og mætti virkja þann auð enn frekar til afreka.

Að öllum ólöstuðum má segja að  Friðrik V. hafi opnað augu manna fyrir því að við  ættum að vinna að því sameiginlega markmiði að benda á sérkenni svæðisins  og mikilvægi þess að hampa eyfirskri vöru sem við getum verið stolt af á sviði matvælaframleiðslu og þjónustu. Hann hefur sýnt og sannað að samvinna fyrirtækja er sá demantur sem getur skinið skært og að því eigum við að hlúa. Félagið Matur úr héraði-Local food er félag sem ætlað er að halda utan um þessa samvinnu. Formennska þess er á höndum Auðjóns Guðmundssonar markaðstjóra Kjarnafæðis  og krefst það hlutverk mikillar hæfni, tíma og vinnusemi sem mun skila sér  til Kjarnafæðis og annarra fyrirtækja innan félagsins og síðast og ekki síst til samfélagsins í heild.

Það er mikilvægt markmið að auka  ánægju og stolt heimamanna á vörum sem eru framleiddar á Eyjafjarðarsvæðinu sem og að miðla þekkingu og auka ánægju neytenda á vönduðum matvælum þar sem „frá haga í maga“ hefur verið unnið að alúð. Í því liggur sú matarmenning sem Eyfirðingar geta verið stoltir af og boðið heimamönnum og gestum að njóta.

 

Ólína Freysteinsdóttir
Verkefnisstjóri
Rannsókna-og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri