Matreiðslumaður ársins 2008

T.v. Hallgrímur, Jóhannes og Viktor
T.v. Hallgrímur, Jóhannes og Viktor
Jóhannes Steinn Jóhannesson varð í gær matreiðslumaður ársins. Úrslitakeppnin fór fram í Hótel og Veitingaskólanum í Kópavogi í gær, keppendur byrjuðu klukkan 08;00 og fyrstu skiluðu klukkan 13;00 og svo á 10 mín. fresti.

Jóhannes Steinn Jóhannesson varð í gær matreiðslumaður ársins. Úrslitakeppnin fór fram í Hótel og Veitingaskólanum í Kópavogi í gær, keppendur byrjuðu klukkan 08;00 og fyrstu skiluðu klukkan 13;00 og svo á 10 mín. fresti.

Fyrirkomulag í keppninni var  Leyndarkarfa (Mistery Basket). Keppnin var geysihörð og lítill munur á mönnum, en það er oft dagsformið sem gerir útslagið. En úrslitin urðu þessi:

Matreiðslumaður ársins er Jóhannes Steinn Jóhannesson Silfur
2. sæti Viktor Örn Andrésson Domo
3. sæti Hallgrímur Friðrik Sigurðsson Friðrik V

Smellið hér til að skoða myndir frá keppninni ásamt verðlaunaafhendingunni.

Dómarar í blindsmakki:

  • Alfreð Ó. Alfreðsson, Kaupþing
  • Brynjar Eymundsson, Glitnir
  • Gissur Guðmundsson, Forseti WACS ( World Association Chefs Sociaty)
  • Jakob H. Magnússon, Hornið yfirdómari
  • Sverrir Halldórsson, Freisting.is

Eldhúsdómarar:

  • Bjarki Hilmarsson, Hótel Geysir
  • Stefán Viðarsson, Hilton Nordica

Mynd; Matthías | Texti; Sverrir