Þann 13. desember er mikið um dýrðir í Svíaríki. Þá ganga hvítklæddar stúlkur og rauðklæddir drengir um í fylkingum með ljós í hönd og knýja dyra á sænskum heimilum, syngja lúsíusöngva og fá að launum piparkökur og svokölluð lúsíubrauð, sem bera keim af hinu dýrmæta safrani.
Þann 13. desember er mikið um dýrðir í Svíaríki. Þá ganga hvítklæddar stúlkur og rauðklæddir drengir um í fylkingum með ljós í hönd og knýja dyra á sænskum heimilum, syngja lúsíusöngva og fá að launum piparkökur og svokölluð lúsíubrauð, sem bera keim af hinu dýrmæta safrani.
50 g |
Smjör |
5 dl |
Mjólk |
1 bréf |
Þurrger |
1 tsk |
Salt |
2 tsk |
Sykur |
900 g |
Hveiti |
- Blandið megninu af hveitinu (ágætt að skilja eftir uþb. 100 g), geri, salti og sykri.
- Hitið mjólk og smjör í potti (37°C) og blandið saman við hveitið.
- Hnoðið vel og setjið í skál, lokið fyrir með rökum klút eða plastfilmu og látið hefast í uþb. 1 klst.
1-2 br |
Safran (0,5-1 g) |
1 stk |
Sykurmoli |
125 g |
Smjör |
1,5 dl |
Sykur |
1 stk |
Egg |
Egg til penslunar og nokkrar rúsínur.
- Merjið safranið og sykurmola með morteli (einnig er hægt að leysa safranið upp í brennivínstári).
- Hrærið smjörið með sykrinum og bætið svo saffrani og eggi út i og hrærið vel.
- Hnoðið saman deigið og safransmjörið. Bætið við afganginum af hveitinu og hnoðið létt.
- Gerið mjóa pylsu úr deiginu og klippið til og formið skemmtileg Lúsíubrauð, td. slaufur, orma, snigla eða hvaðeina sem hugurinn skapar.
-
Leggið brauðin á plötu með bökunarpappír, penslið með eggi og skreytið með rúsínum í endana. Sumir strá líka perlusykri yfir.
-
Hefið þar til brauðin erum tvöföld að stærð.
-
Bakið miðjum ofninum í 8-10 mín við 200°C.