Laxasteik með nýjum kartöflum

Laxasteik með nýjum kartöflum
Laxasteik með nýjum kartöflum
Skerið laxinn í 4 steikur. Steikið laxinn í u.þ.b. 3 mín. á hvorri hlið við miðlungs hita. Kryddið laxinn með salti.

Innihald:

  • 800g laxaflök án roðs
  • 200g kartöflusmælki
  • 1 stk. gulrót, smátt skorin
  • 1 sek. hvítlauksgeiri, marinn
  • 1 sek. fennel smátt skorið
  • 1 stk. rauðlaukur, smátt skorinn
  • Vatn
  • Salt
     
Aðferð:

Skerið laxinn í 4 steikur. Steikið laxinn í u.þ.b. 3 mín. á hvorri hlið við
miðlungs hita. Kryddið laxinn með salti.

Ristið smátt skorið grænmetið á pönnu og takið til hliðar. Sjóðið kartöflurnar
með hvítlauk í vatni í u.þ.b. 25 mín. við vægan hita og bætið vatni í ef þarf,
kartöflurnar eiga að vera mjúkar við tönn.

Bætið grænmetinu í 10 mín. við vægan hita. Setjið smá salt út í og ristið svo á pönnu
eða grilli. Framreiðið með laxinum.


Verði ykkur að góðu!