Lambaframhryggjasneiðar með rauðvínssósu

Kryddið sneiðarnar með salti og pipar og steikið í olíu á vel heitri pönnu í 5-6 mín eða þar til þær eru fallega brúnaðar. Færið þá sneiðarnar í eldfast mót. Steikið lauk, beikon, sveppi, gulrætur og sellerí á sömu pönnu í 3 mín og færið síðan í eldfasta mótið ásamt timjan, lárviðarlaufi, tómatpurre og rauðvíni. Bakið við 180°C í 1 klst. Sigtið vökvann úr eldfasta mótinu í pott og bætið soði saman við.

Innihald fyrir 4:

  • 4 msk olía
  • 1200 g lambaframhryggjasneiðar
  • Salt og nýmalaður pipar
  • 10 skrældir skallottulaukar eða 2 venjulegir skornir í báta
  • 2 sneiðar beikon, skornar í bita
  • 10 sveppir, heilir
  • 2 gulrætur í bitum
  • 2 sellerístilkar í bitum
  • 4 lárviðarlauf
  • 1 msk tómatpurre
  • 4 dl rauðvín
  • 2 dl lambasoð eða vatn og lambakraftur
  • Sósujafnari
  • 40 g kalt smjör í teningum
  • 2 msk steinselja, smátt söxuð

Aðferð:
 

Kryddið sneiðarnar með salti og pipar og steikið í olíu á vel heitri pönnu í 5-6 mín eða þar til þær eru fallega brúnaðar. Færið þá sneiðarnar í eldfast mót. Steikið lauk, beikon, sveppi, gulrætur og sellerí á sömu pönnu í 3 mín og færið síðan í eldfasta mótið ásamt timjan, lárviðarlaufi, tómatpurre og rauðvíni. Bakið við 180°C í 1 klst. Sigtið vökvann úr eldfasta mótinu í pott og bætið soði saman við. Hleypið suðunni upp og þykkið með sósujafnara. Takið pottinn af hellunni og bætið smjöri og steinselju saman við. Hrærið þar til smjörið hefur bráðnað, eftir það má sósan ekki sjóða.

Berið fram með beikonkartöflumús

Beikonkartöflumús:

  • 500 g soðnar skrældar kartöflur, heitar
  • 2 msk olía
  • 3 beikonsneiðar, skornar í litla bita
  • 1 laukur, smátt saxaður
  • 3 msk graslaukur, smátt saxaður
  • 2-3 msk smjör
  • Salt og nýmalaður pipar
Hitið olíu á pönnu og steikið beikon í 3-4 mín eða þar til það er orðið stökkt. Bætið þá lauknum saman við og steikið í 1 mín í viðbót. Bætið smjörinu saman við og bræðið. Hellið úr pönnunni yfir kartöflurnar og bætið graslauknum saman við og stappið gróflega saman.
 
Verði ykkur að góðu!
 


Frekari upplýsingar: