Ein vinsælasta grilltegundin frá Kjarnafæði er BBQ grísakótelettur. BBQ grísakóteletturnar komu fyrst á markað fyrir tveimur árum og hittu beint í mark, slógu í gegn svo um munaði. Vinsældirnar hafa svo bara vaxið enda um alveg frábæra vöru að ræða.
Það er framleiðsluaðferðin sem gerir BBQ grísakóteletturnar að einstakri vöru. Fyrst er grísahryggurinn léttreyktur. Síðan er hryggurinn sagaður í kótelettur sem eru lagðar í sætan BBQ kryddlög, sérstaklega blandaðan fyrir léttreykt svínakjöt. Útkoman er bragðmiklar og sérlega ljúffengar kótelettur.
BBQ grísakótelettur eru frábærar á grillið en þær eru að sjálfsögðu jafngóðar steiktar á pönnu. Gott er að bera BBQ grísakótelettur fram með kartöflusalati og kaldri pipar- eða hvítlaukssósu frá Kjarnafæði.
BBQ grísakóteletturnar eru að sjálfsögðu án MSG, eins og annar grillmatur frá Kjarnafæði.
Innihaldslýsing og næringargildi, smella hér.