Landslið Íslands í matreiðslu stendur í ströngu þessa dagana við æfingar fyrir Ólympíuleikana sem haldnir verða síðar á þessu ári í Þýskalandi. Mikil vinna við útfærslu hugmynda er að baki og framundan er tímabil þar sem framleiðsla á réttunum er þaulæfð og öll vinnubrögð fínpússuð þannig að allt verði fullkomið þegar að keppninni kemur.
Mikill áhugi og metnaður er í landsliðshópnum enda liðið skipað úrvals fagmönnum sem sætta sig ekki við minna en framúrskarandi árangur, enda er Ísland í 9. sæti á alþjóðlegum styrkleikalista í matreiðslu. Stefnan er að bæta þann árangur og eru liðsmenn tilbúnir að leggja allt í sölurnar til að svo megi verða enda væntingarnar miklar.
Keppnismatseðilinn sem notaður verður á Ólympíuleikunum hefur verið ákveðinn:
Forréttur
Saltfiskur og humar með sultuðum tómötum og skelfisksósu
Aðalréttur
Villisveppa og pecanhjúpað hreindýr framreitt á sveppa og blómkálsflani með madeira soðgljáa
Eftirréttur
Súkkulaði og appelsínusinfónía með rósmarín og heitu súkkulaði “Surprise”
Fylgist með á freisting.is