Klädde-kaka

Rosalega góð sænsk súkkulaðikaka sem minnir á Brownies en er enn "karmellukenndari". Júlía Rós sendi þessa ljúffengu uppskrift inn. Rosalega góð sænsk súkkulaðikaka sem minnir á Brownies en er enn "karmellukenndari". Júlía Rós sendi þessa ljúffengu uppskrift inn.
2,5 dl  Sykur 
100 g Smjör 
2 stk  Egg
4 msk  Kakó 
1 krsk  Salt 
1,5 tsk Vanilludropar 
½ dl 

Hveiti 

 

 

  1. Hrærið sykur og smjör vel saman. Bætið einu og einu eggi út í og hrærið þar til að blandan er ljós og létt.
  2. Bætið öðrum hráefnum út í og hrærið vel.
  3. Bakið við 150°C í 30 mín. Kakan á að vera vel "blaut" í miðjunni, líkt og hún sé hálf hrá.
  4. Berið kökuna fram með góðum vanilluís eða rjóma og ávaxtasalati.

Verði ykkur að góðu!