Kjarnafæði Norðlenska tók þátt í Starfamessu sem haldin var í Háskólanum á Akureyri 13. mars sl. Þar var kynnt nám í kjötiðn sem fyrirtækið býður upp á í samvinnu við Verkmenntaskólann á Akureyri. Það voru þau Rúnar Ingi Guðjónsson og Elínborg Bessadóttir sem kynntu námið á Starfamessunni. Rúnar Ingi er kjötiðnaðarmeistari og hefur umsjón með náminu fyrir hönd fyrirtækisins og Elínborg er á lokametrunum með að klára námið, stefnir á að taka sveinspróf í vor.
Þess má geta að nýlega veitti Nemastofa atvinnulífsins Kjarnafæði Norðlenska viðurkenningu fyrir góðan árangur í þjálfun og kennslu nema á vinnustað. Það var Halla Tómasdóttir sem veitti viðurkenninguna á Nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík í febrúar 2025. Hér að neðan er tengill á kynningarmyndband sem var gert í tengslum við veitingu viðurkenningarinnar. Einnig er tengill á upplýsingar um nám í kjötiðn. Námið verður ekki í boði hjá VMA haust 2025 en velkomið er að hafa samband við Kjarnafæði Norðlenska til að skoða möguleika á að koma á námssamning og hefja verklegt nám. Tengill á atvinnuumsókn er hér að neðan.
Kjötiðn | Verkmenntaskólinn á Akureyri
https://www.kjarnafaedi.is/is/kjarnafaedi/atvinnuumsokn