21.01.2013
Kjarnafæði hefur náð þeim einstaka árangri að standast úttekt á öllum fjórum þrepum gæðavottunar SI á einu ári og hljóta D, C, B og A - vottun.
A-vottun gæðastjórnunar Samtaka iðnaðarins er staðfesting á því að fyrirtækið sé með skilgreinda og skjalfesta vinnu og verkferla sem byggja á viðurkenndum aðferðum við rekstur og stjórnun. Þetta er fyrsta fyrirtækið sem lýkur ferlinu en um er að ræða lokahluta vottunarferlis sem tekin erí fjórum áföngum.
Í gæðavottuninni felst staðfesting á að rekstur fyrirtækis er markviss og skilvirkur. Fyrirtækið fer árlega í gegnum stefnumótun og markmiðasetningu sem leiðir til að allir starfsmenn róa í sömu átt í að betri árangri. Þannig eykst framleiðni og fyrirtækin skila meiri hagnaði. Þá felst mikið öryggi í því fyrir viðskiptavini að vita að fyrirtæki sé vel stjórnað.
Þau fyrirtæki, sem ná A-vottun, eiga mjög skammt í að fullnægja hinum alþjóðlega gæðastaðli ISO-9000:2000.