Kartöflu salat með sýrðum rjóma og graslauk úr gar
Blandið fyrst majónesinu, sýrða rjómanum, pakkasúpunni, sinnepinu og súru
gúrkunum vel saman, bætið blaðlauknum ,paprikunni ásamt kryddinu út í og þá
eru kartöflurnar settar út í.
Innihald:
- » 400 g kartöflur(soðnar ,flysjaðar og
- skornar í bita við hæfi)
- 2 msk blaðlaukur skorin í sneiðar
- Ca. 4 msk. Paprika (fínt skorin)
- 2 msk Grískt jógúrt
- 2 msk Sýrður rjómi
- 1 msk Sætt sinnep
- 2 msk súrar gúrkur (fínt söxuð)
- 1 tsk papriku duft
- ½ tsk hvítlaukssalt
- 1 msk fersk steinselja(gróft söxuð)
- Salt og pipar
Aðferð:
Blandið fyrst majónesinu, sýrða rjómanum, pakkasúpunni, sinnepinu og súru
gúrkunum vel saman, bætið blaðlauknum ,paprikunni ásamt kryddinu út í og þá
eru kartöflurnar settar út í. Passa að kartöflurnar fari ekki í mauk þegar
þeim er blandað saman, smakkið til með salti og pipar. Látið standa í
lágmark 5 klst. en best er að láta standa í 24 tíma.
Verði ykkur að góðu!