Kjarnafæði Norðlenska tilkynnir innköllun á sviðasultu vegna mögulegrar Listeriu mengunar. Fyrirtækið hefur fundið vísbendingar um að bakterían Listeria monocytogenes gæti fundist í vörunni. Listeria monocytogenes getur haft áhrif á heilsu neytenda. Neytendur eru beðnir um að neyta ekki þessarar vöru og skila henni í verslanir þar sem hún var keypt og fá endurgreiðslu.
Upplýsingar um vöruna:
Vöruheiti: Kjarnafæði Sviðasulta
Best fyrir dagsetning: 03-07.01.2025
Dreifing: Matvöruverslanir