Humarsúpa með eplum og grænmeti

Humarsúpa með eplum og grænmeti
Humarsúpa með eplum og grænmeti
Hreinsið og pillið humarinn, takið halana til hliðar en brúnið skeljarnar í 15 mín í ofni. Setjið skeljarnar í pott með vatninu, söxuðum lauknum og hvítlauknum, tómat maukinu, hvítu piparkornunum og lárviðarlaufinu. Fáið upp suðu og látið krauma í 40 mín. Sigtið.

Innihald:

  • 24 stk. humarhalar
  • 3 l vatn
  • 1 stk laukur
  • 4 rif hvítlaukur
  • 6 stk hvít piparkorn
  • 1 stk lárviðarlauf
  • 20 g tómat mauk
  • 1 stk fennel
  • 2 stk skarlottu laukur
  • 2 stk hvítlauksrif
  • 200 ml ólífuolía

Aðferð:

Hreinsið og pillið humarinn, takið halana til hliðar en brúnið
skeljarnar í 15 mín í ofni. Setjið skeljarnar í pott með vatninu,
söxuðum lauknum og hvítlauknum, tómat maukinu, hvítu
piparkornunum og lárviðarlaufinu. Fáið upp suðu og látið
krauma í 40 mín. Sigtið.

Skerið fennel, skarlottulaukinn, hvítlaukinn. Bætið
humarsoðinu út í og sjóðið niður um helming.

Humar klær er hægt að fá ódýrt en klærnar gefa mikið bragð,
og auðvelt er að setja í frystinn, tilbúið soð ,og er þá lítið mál
að henda í súpu eða góða skelfisk sósu.

Ekkert er betra en að krydda súpuna með eplum og fersku
grænmeti.
 

Verði ykkur að góðu!