Hamborgarar slá alltaf í gegn en hér er uppskrift að „smáborgurum“ sem er heppilegur fingramatur.
Innihald:
Glóðarsteiktir smáborgarar:
Skiptið hakkinu í 8 jafn stórar kúlur. Fletjið hverja kúlu út á vax-pappír svo hún verði um 6 cm að þvermáli og 6 til 7 mm á þykkt. Gott er að frysta borgarana í a.m.k. klukkustund (það kemur í veg fyrir að þeir detti í sundur við steikingu). Setjið hálffrosnu borgarana á pönnuna (eða grillið). Eftir 20 sekúndur, þrýstið þeim niður með steikarspaða og kryddið. Snúið við og leggið ostsneiðar ofan á rétt í lokin. Raðið grænmeti og basilíku- laufum á borgarann ásamt sýrða rjómanum og tómatsultunni.
Brakandi hamborgarasmábrauð:
Blandið og hnoðið allt saman:
Gerið mjúkt og slétt deig. Látið hefast undir stykki í 1 til 2 klst. eða þar til deigið hefur næstum tvöfaldast. Skiptið
deiginu í 8 eða 12
bita. Mótið hvert stykki í bolta, setjið á smjörpappír og látið hefast í um 1 klst. Penslið með bræddu
smjöri. Bakið í bollur í forhituðum 175 °C ofni í 15 til 18 mínútur, þar til brauðið verður gullið/brúnt
á litinn. Fjarlægið brauðið úr ofninum og penslið með hinum hlutanum af bræddu smjörinu. Þetta mun gefa hamborgarabrauðinu glans
og raka. Kælið og framreiðið.
Verði ykkur að góðu!
Frekari upplýsingar: