Innihald:
Ristið furuhneturnar á vel heitri pönnu þar til hneturnar brúnast. Saxið hneturnar og kóríanderinn. Kryddið til með sjávarsalti
og hvítum pipar og steikið á pönnu með ögn af olíu. Setjið í ofn og bakið við 100°c þar til kjarnhiti nær
60°c.
Afhýðið kartöflurnar og skerið í 1cm þykkar sneiðar. Penslið með olíu og grillið eða steikið á pönnu þar til
þær eru mjúkar undir tönn ca 3-6 mínútur á hverri hlið.
Skerið kjötið í sneiðar kryddið með sjávarsalti og hvítum pipar úr kvörn berið fram með kartöflunum og granate eplum
sem er búið að blanda við saxaðan laukinn og ólífuolíuna og hvítlaukinn, stráið furuhnetum yfir fyrir framreiðslu,
skreytið með kóríander.
Auðvelt er að minnka magn af kjöti, til að spara aurinn og auka magn af grænmeti.
Verði ykkur að góðu!
Frekari upplýsingar: