Grillsumarið 2010

Grillkjötið er farið að streyma í verslanir enda margir búnir að draga fram grillið fyrir sumarið. Allir þekkja hið frábæra grillkjöt og grillpylsur frá Kjarnafæði og svo eru grillsósurnar rómaðar. Að vanda býður Kjarnafæði upp á mikið úrval af grillvörum. Allar vinsælustu tegundirnar verða í boði áfram og svo munu bætast við skemmtilegar nýjungar þegar líður fram á grillsumarið.

Grillkjötið er farið að streyma í verslanir enda margir búnir að draga fram grillið fyrir sumarið. Allir þekkja hið frábæra grillkjöt og grillpylsur frá Kjarnafæði og svo eru grillsósurnar rómaðar. Að vanda býður Kjarnafæði upp á mikið úrval af grillvörum. Allar vinsælustu tegundirnar verða í boði áfram og svo munu bætast við skemmtilegar nýjungar þegar líður fram á grillsumarið.

Á vefnum lambakjot.is hafa menn tekið saman smá fróðleik og ráðleggingar um eldun á grillkjöti.

  • Ef kjötið er keypt frosið eða tekið úr frysti þarf að gæta þess að það hafi náð að þiðna til fulls áður en það er sett á grillið. Kjöt sem enn er frosið eða ískalt í miðju grillast oft ójafnt og hætt er við að það brenni að utan áður en það nær að hitna nægilega í gegn.
  • Kjöt grillast jafnar ef það er ekki tekið beint úr kæli, heldur látið ná nokkurn veginn stofuhita áður en það er sett á grillið, en þess verður þó að gæta vel að það bíði ekki lengi við stofuhita eða í heitu veðri utandyra. Slíkt skapar kjöraðstæður fyrir sýkla.
  • Hrátt kjöt á aldrei að snerta mat sem búið er að elda eða á ekki að elda. Aldrei má leggja slíkan mat á borð, bretti eða fat sem hrátt kjöt hefur legið á, nema þvo það vel áður, né nota hnífa og önnur áhöld sem notuð hafa verið á hrátt kjöt.
  • Í hvert sinn sem maður hefur snert hrátt kjöt þarf að þvo hendurnar vel á eftir. Sumum finnst kannski of mikið vesen að vera alltaf að hlaupa inn til að þvo sér en krossmengun frá hráu kjöti yfir í önnur matvæli er oft það sem veldur alvarlegustu sýkingunum.
  • Grillið þarf að vera orðið vel heitt áður en kjötið er sett á það. Best er að snúa kjötinu oft og færa það til á grindinni svo að það grillist jafnt. Aldrei á að láta hrátt kjöt snerta full- eða hálfgrillað kjöt.
  • Kjötið er ekkert endilega steikt í gegn þótt það sé farið að brenna að utan. Best er að hafa hitann jafnan og meðalháan, fremur en grilla við of háan hita svo að kjötið brenni fljótt.
  • Ef kjötið hefur legið í kryddlegi eða sósu má ekki bera löginn eða sósuna fram með kjötinu á eftir nema sjóða hann fyrst rösklega í nokkrar mínútur. Ekki á heldur að pensla kjötið rétt áður en það er tekið af grillinu með kryddlegi sem það hefur legið í.
  • Ef verið er að grilla mikið magn í einu getur verið góð lausn að byrja innandyra og steikja kjötið til hálfs eða meira í ofninum en ljúka síðan eldamennskunni á grillinu til að fá bragðið. Þetta flýtir fyrir, sparar tíma og dregur úr hættu á krossmengun.